Þessvegna áttu ekki að nota álpappír við matargerðina

11. júl. 2016 – 14:01Arnar Örn Ingólfsson

Þessvegna áttu ekki að nota álpappír við matargerðina

Vinsælt er að nota góðviðrisdaga á sumrin til að grilla.

Vinsælt er að nota góðviðrisdaga á sumrin til að grilla.

Ný rannsókn sýnir að þegar álpappír er notaður við eldamennsku, endi ýmis óæskileg efni í matnum þínum. Fréttirnar eru ekki góðar fyrir líkamann, vegna þess að mikið magn af þeim efnum sem geta endað í matnum þínum má tengja við beinþynningu og elliglöp, eða Alzheimer. Þá sýna rannsóknir einnig tengingu á milli efnanna og beinverkja og nýrnabilana.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru 40 milligrömm af málmefni á dag, það magn sem líkaminn nær að vinna eðlilega úr. Samkvæmt rannsókninni inniheldur matur sem eldaður er inn í álpappír sex sinnum meira magn.

Rannsakendur elduðu nokkrar tegundir kjöts. Við matseldina voru notaðir tómatar, edik og salt. Þá var einnig notað vatni og græmeti. Við rannsóknina studdust rannsakendur við sömu tímalengd og sama hitastig.

Niðurstöður rannsóknarinnar benti til þess að matur sem eldaður væri upp úr sýrumyndandi efnum og öðrum vökva, á borð við sítrónusafa og tómatsafa sogaði í sig mestan málm, og væri því ekki góður fyrir mannslíkamann.

Það er því mælt með því að þrífa grillið og elda matinn beint á grillinu og sleppa álpappírnum.

Horft fram hjá tilhæfulausum reikningum

Fjöldi tilhæfulausra bakreikninga
fyrir „komum“ sjúklinga, sem skráðir eru hjá einkareknum heilsugæslum, í blóðprufu á heilsugæslu
hins opinbera hlaupa líklega á tugum
þúsunda. Þetta segir Ragnar Freyr
Ingvarsson, formaður Læknafélags
Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að kjósi sjúklingur á
einkarekinni stöð að fara í blóðprufu
á heilsugæslustöð hins opinbera, þar
sem starfsmenn Landspítalans annast blóðtöku en ekki hjúkrunarfræðingur eða læknir á vegum heilsugæslunnar, skráist það sem koma á
heilsugæsluna.
Það segir Ragnar ekki í samræmi
við veitta þjónustu, enda komi
starfsfólk heilsugæslunnar ekki að
henni.
Vegna skráningarinnar sem
Ragnar telur tilhæfulausa fær
heilsugæslan sem sjúklingurinn er
skráður á bakreikning samkvæmt
greiðslukerfi heilsugæslanna og
heilsugæslunni þar sem blóðprufan
er tekin greitt sérstaklega.
Ragnar segir að læknar hjá einkareknum heilsugæslum hafi nýlega
vakið máls á þessu við Sjúkratryggingar Íslands en ekki fengið nein viðbrögð.
Telur hann að ef málunum væri
öfugt háttað yrði einkarekin stöð
lögsótt fyrir fjárdrátt enda um tilhæfulausa reikninga að ræða.
„Heilsugæslan skráir ranglega til
sín komur þegar annar aðili vinnur
vinnuna og tekur til sín gjöldin sem
falla til við komuna og refsar við það
einkaaðila sem er í heiðarlegum
rekstri,“ segir Ragnar.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, sem er rekin af hinu opinbera, og Landspítalinn hafa auk þess
í sjö ár haft sín á milli sérstakan
samning um gjaldtöku vegna blóðprufa. Árið 2017 gerði Samkeppniseftirlitið alvarlegar athugasemdir
við samninginn þar sem sömu kjör
stóðu einkareknum heilsugæslum
ekki til boða.

1 2