Eldri borg­ar­ar noti skúr­ingaró­bóta

Hátt í sextíu eldri borgarar í einu hverfi Reykjavíkurborgar hafa fengið skilaboð á síðustu dögum ...stækka

Hátt í sex­tíu eldri borg­ar­ar í einu hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar hafa fengið skila­boð á síðustu dög­um um skerta þjón­ustu.

Mynd: Ómar Óskars­son

Hátt í sex­tíu eldri borg­ar­ar í Háa­leiti, Laug­ar­dal og Bú­staðahverfi í Reykja­vík fá ekki leng­ur heim­sókn frá heimaþjón­ustu borg­ar­inn­ar sem staðið hef­ur þeim til boða einu sinni til tvisvar í mánuði. Þetta er af­leiðing bágr­ar fjár­hags­stöðu borg­ar­inn­ar og munu nú aðeins þeir sem enn dvelja heima og eru veik­ast­ir fá aðstoð. Aðrir verða að leita til ætt­ingja eða kaupa þjón­ust­una á al­menn­um markaði.

Deild­ar­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is seg­ir þjón­ust­una geta skipt miklu fyr­ir fólkið, til að mynda fyr­ir sjálfs­virðingu þess. Starfs­fólkið sé síður en svo ánægt að þurfa að skerða þjón­ust­una á þenn­an hátt en nú sé komið að þol­mörk­um.

Bend­ir hún á að tækni á borð við ryk­sugu- og skúr­ingaró­bóta geti ein­hverju leyti komið í stað þjón­ust­unn­ar sem felld hef­ur verið niður.

Bent á að hafa sam­band við börn­in

mbl.is barst ábend­ing frá eldri borg­ara í einu af of­an­töld­um hverf­um sem hef­ur hingað til fengið heimaþjón­ustu einu sinni í mánuði. Hann átti von á heim­sókn starfs­manns á næstu dög­um en þarf nú að leita annað, eða hafa sam­band við börn sín líkt og starfsmaður þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar benti hon­um á að gera.

Þjónustan skiptir sköpum fyrir fólkið.

Þjón­ust­an skipt­ir sköp­um fyr­ir fólkið.

Mynd: Ómar Óskars­son

Sigrún Ingvars­dótt­ir, deild­ar­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is, seg­ir að þjón­ustumiðstöðin hafi aðeins ákveðinn fjár­hagsramma til að veita þjón­ustu í hverf­un­um og þegar hafi verið farið yfir fjár­heim­ild­ir.

„Heimaþjón­usta hef­ur verið að aukast til þeirra sem eru veik­ast­ir þannig að not­end­um sem fá þjón­ustu hef­ur ekki fjölgað, held­ur er veik­ara fólk heima og við höf­um látið það ganga fyr­ir,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Sigrún seg­ist ekki sjá fram á að fá aukið fjár­fram­lag og því þurfi að grípa til hagræðing­araðgerða. Ekki verður gripið til upp­sagna held­ur verður starfs­fólk fært til þannig að aðeins þeim veik­ustu verði sinnt og mun það bitna á þeim sem hafa verið að fá minnstu þjón­ust­una.

Veik­asta fólkið þarf fleiri inn­lit.

Sigrún bend­ir á að þeir sem eru veik­ast­ir þurfi fleiri inn­lit og meiri viðveru. Þá hafi stefn­an verið sú að fólk geti verið heima sem lengst og verið sé að bregðast við því. „Við höf­um verið að sjá frá því að borg­in tók yfir heima­hjúkr­un árið 2009 en frá þeim tíma hef­ur jafn og þétt auk­ist að fólk sé veik­ara heima og út­skrif­ist fyrr af spít­ala,“ seg­ir hún.

Starfsfólkið hefur aðstoðað við ýmis þrif á heimili fólksins einu sinni til tvisvar í mánuði.

Starfs­fólkið hef­ur aðstoðað við ýmis þrif á heim­ili fólks­ins einu sinni til tvisvar í mánuði.

Mynd: Ómar Óskars­son

Hingað til hafi verið hægt að bregðast við ástand­inu en nú sé komið að þol­mörk­um. „Við höf­um lagt áherslu á að veita þjón­ustu til þeirra sem eru veik­ast­ir en það er ekki þar með sagt að þau sem þurfi minni þjón­ustu séu ekki í þörf fyr­ir þjón­ustu. Held­ur er það þjón­usta sem auðveld­ara er að nálg­ast á al­menn­um markaði,“ seg­ir Sigrún.

Niður­skurður­inn hef­ur ein­skorðast við Háa­leitið síðustu daga en bend­ir Sigrún á að hans gæti orðið vart víðar næstu daga, jafn­vel í öðrum hverf­um borg­ar­inn­ar. Hingað til hafa hátt í sex­tíu manns fengið sím­tal frá þjón­ustumiðstöðinni um að þjón­ust­an sé ekki leng­ur í boði.

Ryk­suga, skúra og þrífa baðher­bergi.

Aðstoðin sem fólkið hef­ur fengið get­ur skipt sköp­um að sögn Sigrún­ar. „Við horf­um á að skerða síður þjón­ustu hjá þeim sem eiga litl­ar aðrar bjarg­ir, geta keypt sér þjón­ustu ann­ars staðar eða eiga góða að. Þetta skipt­ir mjög miklu fyr­ir sjálfs­virðingu hjá fólki að halda hreinu í kring­um sig, að geta boðið fólki heim og líða vel á heim­ili sínu í hreinu um­hverfi,“ seg­ir hún.

Sífellt fleiri eru útskrifaðir fyrr af sjúkrahúsi og dvelja veikir og ósjálfbjarga heima.

Sí­fellt fleiri eru út­skrifaðir fyrr af sjúkra­húsi og dvelja veik­ir og ósjálf­bjarga heima.

Mynd: Ern­ir Eyj­ólfs­son

„Það er svo margt sem ætt­ingj­ar eru að aðstoða með, fara til lækn­is eða í búðina, eitt­hvað sem við höf­um síðar komið að þegar ætt­ingj­ar eru. Þarna er þetta að bæt­ast við, þetta er ekk­ert sem við erum mjög hress yfir að þurfa að skerða,“ seg­ir Sigrún.

Aðstoðin felst aðallega í al­menn­um heim­il­isþrif­um, líkt og að ryk­suga og skúra heim­ilið og þrífa baðher­bergi. Þá hafa sum­ir fengið aðstoð við að skipta á rúm­um. „Þeir sem er verið að skerða hjá hafa getað haldið heim­il­inu við á milli heim­sókna,“ seg­ir Sigrún. Skerðing­in nær til hátt í sex­tíu eldri borg­ara en þrátt fyr­ir það seg­ir hún að viðbrögðin hafi verið ótrú­lega lít­il.

Hægt að nota ryk­sugu- og skúr­ingaró­bóta.

Að mati Sigrún­ar þarf að vera hægt að hugsa heimaþjón­ust­una upp á nýtt. Á Íslandi hafi marg­ir fengið þjón­ustu en minna til hvers á eins. Hún nefn­ir Norður­lönd­um sem dæmi og seg­ir að þar hafi ým­is­legt breyst í þesum mál­um. Í Svíþjóð fái til að mynda mun lægra hlut­fall af eldri borg­un­um heimaþjón­ustu. Þeir sem fái þjón­ustu fái aft­ur á móti mikla þjón­ustu.

„Þetta er aðeins að breyt­ast hjá okk­ur núna. Svo má líka hugsa hvaða tæki eru kom­in ný inn, til dæm­is ryk­sugu- og skúr­ingaró­bót­ar. Þetta hef­ur minna verið tekið í notk­un og ætti að geta létt heil­mikið þjón­ustu,“ seg­ir Sigrún. Hún bæt­ir við að hugsa þurfi út fyr­ir ramm­ann því í framtíðinni verði ekki hægt að sinna heimaþjón­ustu að öllu leyti vegna hærra hlut­falls eldri borg­ara.

„Við þurf­um að horfa til þess hvort við get­um notað meiri tækni til þess að sjá um þó þenn­an þátt, þessi þrif og veitt betri mann­legri þjón­ustu til þeirra sem eru fast­ir heima við,“ seg­ir Sigrún að lok­um.

Hits: 0

Á berangri í gildru fátæktar

Bein slóð:
http://lifdununa.is/grein/a-berangri-i-gildru-fataektar/

Frá Lifðu núna vefnum.

Á berangri í gildru fátæktar

Eygló Harðardóttir

„Bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækka um 9,4 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á næsta ári eða um samtals 9,6 milljarða króna. Ef að auki er litið til þeirra hækkana bóta sem hafa komið til í ársbyrjun 2014 og 2015 nemur uppsöfnuð hækkun bóta til ársins 2016, 16,6 prósentum. Því er spáð að uppsöfnuð verðbólga yfir sama tímabil verði 8,7 prósent og samkvæmt því er ljóst að kaupmáttur bótanna hefur aukist verulega,“ sagði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hækka bætur til ellilífeyrisþega um sem búa einir um rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði frá áramótum, eða úr 225 þúsund krónum í 246 þúsund og til hjóna eða sambúðarfólks um rúmar 36 þúsund krónur, eða úr um 386 þúsund krónum í rúmlega 400 þúsund krónur.

Brostnar vonir

Haukur Ingibergsson

Elli- og örorkulífeyrisþegar gerðu sér vonir um að fá svipaðar hækkanir á lífeyrisgreiðslum og samið var um í kjarasamningum á árinu. „Landsfundur Landsambands eldri borgara ályktaði í vor að bætur myndu hækka eins og lægstu laun og yrðu orðnar 300 þúsund krónur árið 2018,“ segir Haukur Ingibergsson formaður LEB. Hann segir að miðað við fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út nú sé það ekki að nást.  „Við erum ekki að ná þeim markmiðum sem við settum fram í vor,“ segir hann.  „Stjórnvöld þekkja afstöðu okkar og við munum fara fram á breytingar á furmvarpinu áður en það verður endanlega samþykkt,“ segir Haukur.

Sanngjörn krafa

Katrín Júlíusdóttir

Þingmenn ræddu kjör lífeyrisþega lítið sem ekkert í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu var sú nánast sú eina sem gerði þau að umtalsefni. „Í aðdraganda síðustu kjarasamninga tókum við jafnaðarmenn heils hugar undir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Nú tökum við undir hana að nýju með lífeyrisþegum sem við getum ekki skilið eftir úti á berangri í gildru fátæktar. Þessi krafa um 300 þúsund króna lágmarkstekjur er ekki bara sanngjörn heldur svo fullkomlega eðlileg þegar

litið er til þess hvað það kostar að reka sig og sína í íslensku samfélagi,“ sagði Kartín. Svo spurði hún hvort einhver þingmanna treysti sér til þess að reka heimili og allt sem því fylgir fyrir 192.021 krónur í hverjum mánuði.  „Þetta eru dæmi um þær tekjur sem við bjóðum okkar elstu borgurum upp á. Til eru dæmi um hærri tekjur en til eru líka dæmi um lægri tekjur en það sem ég nefni hér,“ sagði hún og bætti við að þessu yrði að breyta. „Við viljum ekki hafa þetta svona,“ sagði Katrín.

Hits: 0

Hafa 8 milljarða af öldruðum og öryrkjum í ár!

bjorgvin1

Hafa 8 milljarða af öldruðum og öryrkjum í ár!

Ríkisstjórnin hefur 8 milljarða af öldruðum og öryrkjum á þessu ári með því að svíkjast um að hækka lífeyri þeirra frá 1.mai til samræmis við hækkun lágmarkslauna verkafólks.Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun á þessu ári í kjölfar launahækkana 1.mai. Og loks þegar ríkisstjórninni þóknast að láta lífeyrisþega fá hungurlús er það aðeins 9,4% hækkun í stað 14,5% sem launþegar fá?Launþegar fá síðan 40% hækkun lágmarkslauna á 3 árum en aldraðir og öryrkjar virðast ekki eiga að fá neina viðbótar hækkun á þvi tímabili.Ríkisstjórnin þykist vera að gera einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja en í rauninni eru þeir að gera sáralítið.Móttó ríkisstjórnarinnar virðist vera: Gera lítið og seint. Og klípa af bótunum eins og mögulegt er. Hvenær breytist viðhorfið til aldraðra og öryrkja?

Björgvin Guðmundsson

 

Hits: 0

Félagsstarf eldri borgara

Í félagsmiðstöðvum fyrir fullorðna sem eru staðsettar víðs vegar um borgina  koma þátttakendur sjálfir að því að móta  fjölbreytta dagskrá sem stuðlar að virkni og aukinni samfélagsþátttöku  borgaranna. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017 er lögð áhersla á forvarnir sem auka eiga lífsgæði og heilbrigði fólks.

  • Félagsstarf í Hæðargarði
    Félagsstarf í Hæðargarði

Mikilvægur liður í því er aukin hreyfing og alls konar frístundaiðkun sem bæði er fyrir huga og hönd.  Leikfimi, jóga, dans, boccía, pútt og göngur eru í boði á flestum stöðum auk ýmis konar námskeiða í handverki.

Nú á haustdögum setja félagsmiðstöðvarnar fram haustdagskrá og er fólk hvatt til að kynna sér það sem í boði er og skrá sig í hópa og á hin ýmsu námskeið. Starfsfólk leggur sig fram um að virkja frumkvæði , fá fram vilja þeirra sem sækja félagsstarfið og aukin áhersla er á virka þátttöku notenda.  Mikil gróska hefur verið í hópastarfi og sjálfboðastarfi í félagsmiðstöðvunum. Áhugasamir geta gefið sig fram við umsjónarmenn félagsstarfs á hverjum stað. ( sjá upplýsingabæklinginn- Vertu með)

Með þátttöku í félags – og frístundastarfi vinnur hver og einn að valdeflingu og eigin heilbrigði. Að tilheyra hópi, hitta fólk og efla félagslega færni hjálpar fólki að búa lengur heima og er í sjálfu sér heilsuvernd.  Í Laugardal – Háaleitis og Bústaðahverfi  eru 7 félagsmiðstöðvar  fyrir fullorðna og hægt að sjá nánar um þær á vef Reykjavíkurborgar

Hits: 4

Eiga eldri borgarar sér engan málssvara í stjórnkerfinu?

Eiga eldri borgarar sér engan málssvara í stjórnkerfinu?

 

SKOÐUN

Vísir birti þetta 14:13 31. ÁGÚST 2015

Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi.
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi.
GUÐBJÖRN JÓNSSON SKRIFAR

Ég hef ekki tölu yfir þann fjölda ára sem ég hef hlustað á ráðherra félags- og velferðarmála tilkynna í fjölmiðlum, með alvöruþunga í röddinni, að í gangi sé vinna í ráðuneyti þeirra við að endurskipuleggja greiðslukerfi ellilífeyris og örorkubóta. Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur lokið starfstíma sínum í þessu ráðuneyti án þess að vart verði við nokkra kerfisbreytingu. En nú er ekki lengur talað um heildar kerfisbreytingu, heldur einungis leiðréttingu á skerðingu lífeyris, í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Það er reyndar ekki minnst á, að á þessum árum var lífeyrir skertur með ólögmætum hætti eins og hér verður rakið.

Byrjum fyrst á því sem löglega var gert. í IX. kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008, er gerð breyting á 16. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007. Þegar lögin nr. 100/2007 voru sett, var í þeim ákvæði um einskonar frítekjumark annarra tekna á ári, væri 90.000 krónur. Færu aðrar tekjur yfir það mark, reiknaðist 50% þess sem umfram 90.000 var, til tekna viðkomandi lífeyrisþega og þar með til skerðingar tekjutryggingar hans eins og reglur sögðu þá til um.

Breyting var gerð á þessu ákvæði haustið 2008, með IX kafla, 14. gr. laga nr. 173/2008. Þar var sagt að ákvæðið um að reiknað til tekna 50% af tekjum umfram 90.000, það ákvæði væri fellt út. Í staðinn var sett ákvæði um að ALLT sem væri umfram 90.000 krónur, skildi reiknað að FULLU TIL TEKNA, og þar með til skerðingar lífeyris. Þetta varð mörgum verulegt högg, sem svo varð enn verra þegar í ljós kom að Tryggingastofnun gat ekki reiknað rétt meinta endurgreiðslu ofgreidds lífeyris.

Alþingi brýtur eigin lög
Í IX. kafla, 15. gr. laga nr. 173/2008, fer Alþingi útfyrir heimildir sínar til að skerða enn frekar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. Hin almenna regla stjórnarskrár okkar, um gildistöku laga sem samþykkt eru á Alþingi, er að ef ekki sé ákvæði í lögunum um gildistöku síðar, taki lögin gildi þegar Forseti Íslands og viðkomandi ráðherra hafi undirritað lögin og þau birst í Stjórnartíðindum.

Í textum laga er einnig tekið fram ef einhverjar heimildir eru til frávika frá lagatextanum. Að jafnaði eru slík frávik tiltekin í undir lok lagatextans eða í síðustu lagagrein hverra laga. Slíkt ákvæði er að finna í lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þar eru fráviksheimildir tilgreindar í síðustu grein lagatextans, 70. gr. laganna, en þar segir svo:

„Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara. Þá er ráðherra heimilt að birta sem reglugerð almannatryggingareglur Evrópusambandsins með aðlögun vegna EES-samningsins og almannatryggingareglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.“

Aðrar heimildir til frávika frá SETTUM lögum eru ekki í lagatextanum. ENGAR heimildir eru í lögunum fyrir viðbótarákvæðum, utan lagatexta, eins og t. d. undir heitinu ÁKVÆÐUM TIL BRÁÐABYRGÐA. Bálkur undir þessu nafni er aftan við sjálfan lagatextann en þessa bálks er hvergi getið í sjálfum lagatextanum. Þar af leiðandi er þessi bálkur utan laganna og án þess að hafa nokkurt lagagildi.

Í texta 15. gr. laga nr. 173/2008, segir að – „Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við lögin“. Er þar átt við lögin nr. 100/2007, þar sem ENGAR HEIMILDIR eru innan lagatextans, fyrir textabálki undir nafninu „ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA“. Í 15. gr. laga nr. 173/2008 segir svo um breytingar á þessum utan laga, ákvæðum til bráðbirgða:

„a. 10. tölul. ákvæðisins falli brott.

b. Við bætist nýr töluliður sem orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 69. gr. laganna (nr. 100/2007 innskot mitt) skulu bætur almannatrygginga, sem og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., hækka um 9,6% á árinu 2009.“

Það á að vera ljóst, öllum sem hafa lögfræðipróf og þá væntanlega einnig skilning á gildi lagatexta, að þær breytingar sem þarna var verið að gera, gátu ekki náð til breytinga á lagatextanum sjálfum, vegna þess að ákvæðum 70. gr. laga nr. 100/2007 var ekki breytt. Þar með gátu þessi ákvæði 15. gr. laga nr. 173/2008 ekki falið í sér heimild til að ógilda löglegt ákvæði 22. gr. 63. gr. og 69. gr. laga nr. 100/2007. En hvað segir í 69. gr. laga nr. 100/2007. Þar stendur eftirfarandi, óbreytt frá fyrstu samþykkt laganna:

„69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“

Eins og þarna kemur skýrt fram hefur ákvæði 69. gr. laga nr. 100/2007 aldrei verið breytt MEÐ LÖGMÆTUM HÆTTI. Vísitöluhækkanir lífeyrisgreiðslna frá 1. janúar 2009, hafa því með ólögmætum hætti verið skertar og eru í raun nú þegar greiðsluskyldar og með dráttarvöxtum frá gjalddaga hvers mánaðar þar frá.

Það er í raun forkastanleg ósvífni af lögfræðingum velferðarráðuneytis að telja núverandi velferðarráðherra trú um að búið sé að leiðrétta hina ólögmætu skerðingu lífeyrisgreiðslna. Hér hefur með skilmerkilegum hætti verið rakið til fullnustu hvernig framkvæmdin sem farið var í, gat ALDREI orðið lögleg og að allur bálkur hinna svokölluðu ÁKVÆÐA TIL BRÁÐABIRGÐA, er og verður utan laga AÐ ÖLLU LEYTI.  Og hver var svo skerðingin.

Í framangreindum lögum nr. 173/2008 er þess getið, þó með ólögmætum hætti sé, að vísitölubreyting vegna ársins 2009 skildi verða 9,6%. Neysluvísitala ársins 2008 var hins vegar 12,4%, þannig að á árinu 2009 varð skerðing verðbóta á lífeyri 2,8%.

Í 8. gr. laga nr. 120/2009, sem er um breytingu á textabálknum undir nafninu ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA, aftan við lögin nr. 100/2007. Í þessari 8. gr. segir í 2. mgr.:

„Þrátt fyrir ákvæði 69. gr. laganna (nr. 100/2007) skulu bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., ekki breytast á árinu 2010.“

Eins og að framan er rakið hefur þetta ákvæði EKKI LAGAGILDI. Á árinu 2009 hækkaði vísitala neysluverðs um 12,0%, sem þýðir að skerðing á verðhækkun lífeyris á árinu 2010 varð því 12,0%.

Með lögum nr. 164/2010, er í XV. kafla, 27. gr. gerð breyting á áðurgreindu ákvæði í textabálki aftan við lög nr. 100/2007. Var þar gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2010 var breytt í 2011, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2011. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2010 varð hins vegar 5,4%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2011, 5,4%.

Í 1. gr. laga nr. 178/2011, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2011 var breytt í 2012, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2012. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2011 varð hins vegar 4,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2012, 4,0%.

Í 1. gr. laga nr. 134/2012, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2012 var breytt í 2013, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2013. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2012 varð hins vegar 5,2%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2013, 5,2%.

Í 2. gr. laga nr. 86/2013, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2013 var breytt í 2014, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2014. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2013 varð hins vegar 3,9%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2014, 3,9%.

Í IX. kafla, 13. gr. laga nr. 125/2014, var gerð sú eina breyting á textanum úr 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/2009, að ártalinu 2014 var breytt í 2015, sem að þeirra mati þýddi að engar vísitöluhækkanir yrðu á lífeyrisgreiðslum á árinu 2015. Hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu 2014 varð hins vegar 2,0%. Því varð ólögmæt skerðing lögboðinna verðbóta lífeyrisgreiðslna á árinu 2015, 2,0%.

Þegar þessar skerðingar eru tíndar saman, árin 2009, 2,8%, 2010, 12%, 2011, 5,4%, 2012, 4,0%, 2013, 5,2%, 2014, 3,9% og 2015, 2,0%, verður þetta samtals skerðing uppá 35,3%.  Rétt er að geta þess að uppreiknuð hækkun á grundvelli neysluvísitölu í gegnum öll árin, til hækkunar á árinu 2015, mundi vera 41%.

Því miður hefur það sýnt sig, á þeim 10 árum sem ég hef þurft að fást við Tryggingastofnun og lögfræðilega stjórnendur núverandi velferðarráðuneytis, að virðing þessara aðila fyrir lögum og réttlæti er langt fyrir neðan velsæmismörk. Ég hef líka á þessu tímabili vakið ítrekað athygli á því að starfslög og reglur Tryggingastofnunar og úrskurðarnefndar almannatrygginga, ganga að verulegu leyti gegn ákvæðum stjórnarskrár en að þessu sinni verður það ekki rakið nánar hér. Ég skora á núverandi stjórnvöld að skila á þessu og næsta ári öllum þeim ólögmætu skerðingum sem með ólögmætum hætti hafa verið hafðar af rétt útreiknuðum lífeyri.

Hits: 0

Eldri borgarar krefjast umbóta

Eldri borgarar krefjast umbóta

19.02.2015 – 16:40
Mynd með færslu
Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af vanda eldri borgara sem eiga við vanheilsu að stríða og telur heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim.

 Í tilkynningu frá stjórninni er gagnrýnt að hjón séu aðskilin, þurfi annar aðilinn í hjónabandinu aðstoð en hinn ekki og vistunarmat er sagt flókið og torskilið, jafnt fyrir aðstandendur og aldraða. Þá segir stjórnin ljóst að Framkvæmdasjóður aldraðra sé notaður til annarra hluta en lög mæli fyrir um enda blasi við allsherjar hörgull á vistunarrými fyrir aldraða um allt land.

Stjórnin vill að heilbrigðisþjónusta við aldraða komi til sérstakrar skoðunar, nú þegar stjórnvöld hafi ásamt læknaforystunni sett sér markmið um að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu í landinu.

Stjórnin vill að málsvarar aldraða fái að koma að þessari umbótavinnu. Félagið krefst þess að sérstök nefnd sem það hyggst skipa verði virkur þátttakandi í ferlinu. Nefndin mun fá það hlutverk að grandskoða aðbúnað aldraðs fólks, bæði þess sem býr heima og þess sem býr á hjúkrunarheimilum eða vistunarstofnunum. Hún mun einnig vinna markvisst að því að koma á fót stofnunum fyrir aldraða og veika á Reykjavíkursvæðinu enda sé brýn þörf á þeim.

 

Hits: 0

Eldri borgarar í sárri fátækt

Eldri borgarar í sárri fátækt

03.09.2015 – 20:37
 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
 Mynd: ruv
Allt að tuttugu símtöl berast daglega á skrifstofu Félags eldri borgara í Reykjavík frá félagsmönnum sem berjast við fátækt. Stjórnmálamenn eiga að hlusta á þetta fólk og fara að taka til, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félagsins.

Fólkið hringir til að leita ráða hjá starfsmönnum félagsins og biðja um aðstoð. Þórunn segir að símtölin séu frá fimm og upp í tuttugu og þau eru af alskonar toga. Sumir eru í vandræðum vegna lyfjakostnaðar, aðrir vegna húsaleigu, kostnaðar við heyrnartæki eða önnur hjálpartæki svo nokkuð sé nefnt.

Hún segir að eldri borgarar sem eru í sárri fátækt gætu verið nokkur þúsund en hún sé ekki með nákvæma tölu.

Fjölmörg dæmi eru um eldri borgara sem ekki ná endum saman. Fréttastofa hafði þrisvar sinnum mælt sér mót við fólk sem vildi lýsa kjörum sínum í viðtali. Í öll skiptin hættu þau við vegna þess að þau treystu sér ekki til að bera vandræði sín á torg.

Einn eldri borgari leyfði fréttastofu að skoða gögn um sig frá Tryggingastofnun. Samkvæmt þeim þá fær hann 140 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingstofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði líka eftir skatt. Tryggingastofnun hefur þá skert tryggingabætur hans vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóðnum. Samtals er hann því með 190 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þá peninga þarf hann að borga húsaleigu, mat, fatnað lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.s.frv.

Taka skal fram að hann er ekki talinn búa við sára fátækt.

Þórunn segir að stjórnmálamenn eigi að kynna sér stöðu eldri borgara.

„Þeir eiga að koma og kynna sér þetta mál, þeir eiga að tala við þetta fólk, þeir eiga að hlusta og þeir eiga að byrja að taka til í þessum málaflokki.“

BERGLJÓT BALDURSDÓTTIR
Fréttastofa RÚV

 

Hits: 0