Hug­ar­fars­breyt­ing þörf í garð aldraðra

Hug­ar­fars­breyt­ing þörf í garð aldraðra

mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Stór hluti starfs­manna í heimaþjón­ustu verður var við of­beldi gegn öldruðum. Þetta seg­ir Sigrún Ingva­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi og deild­ar­stjóri Þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is í Reykja­vík, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar felst of­beldi gagn­vart öldruðum í ein­stakri eða end­ur­tek­inni at­höfn eða skorti á at­höfn­um af hálfu þess/þ​eirra aðila sem hinn aldraði ætti að geta treyst. Þetta at­ferli veld­ur hinum aldraða skaða eða and­legri þján­ingu.

Sigrún seg­ir að starfs­menn í heimaþjón­ustu séu í lyk­ilaðstöðu til að greina of­beldi gegn öldruðum og koma þolend­um til hjálp­ar. Mik­il­vægt sé því að veita starfs­fólk­inu ráðgjöf og gefa því skýr­ar leiðbein­ing­ar og stuðning og ekki síður að það sé vel þjálfað til þess að greina og meðhöndla grun­semd­ir um of­beldi.

Hits: 2

Óþolinmæði gætir meðal eldri borgara

Óþolinmæði gætir meðal eldri borgara

Haukur Ingibergsson

Haukur Ingibergsson

„Landssamband eldri borgara er orðið óþolinmótt gagnvart því að næstu skref á framfarabrautinni verði tekin,“ segir Haukur Ingibergsson formaður sambandsins. Nefnd um breytingar á almannatryggingakerfinu, svo kölluð Pétursnefnd, skilaði tillögum sínum til félagsmálaráðherra fyrir nokkrum vikum. Síðan hefur verið unnið að gerð frumvarps um breytingar á almannatryggingakerfinu í ráðuneytinu og var hugmyndin að leggja það fram á næsta haustþingi. Eins og allir vita hafa orðið kúvendingar í stjórnmálum hér á landi og margir óttast að ekkert verði úr fyrirhuguðum breytingum. „Á óvissutímum í stjórnmálum getur allt gerst,“ segir Haukur. Hann segir að óskastaðan sé sú að frumvarpið verði á þeim lista sem sitjandi ríkisstjórn afgreiði áður en boðað verður til kosninga. Annar kostur í stöðunni sé að ný ríkisstjórn haldi áfram með málið og afgreiði það á haustþingi. Þriðji kosturinn sé að ákveðin atriði í tillögum Pétursnefndarinnar varðandi eldri borgara verði afgreidd í haust svo sem tillögur um lífeyrismál  sem fela í sér einföldun á lífeyrirskerfinu. „Það er kominn tími til að eitthvað hreyfist í málefnum eldri borgara. Það hafa verið starfandi nefndir í tvo áratugi, hver fram af annarri en lítið hefur þokast í okkar málefnum. Verði tillögur Pétursnefndarinnar að veruleika verður það mesta heildarbreyting á almannatryggingarkerfinu í tuttugu ár,“ segir Haukur.

Nokkrar af þeim tillögum sem nefnd um endurskoðun á almannatryggingarkerfinu lagði til:

  • Einföldun bótakerfisins
    Bætur almannatryggingakerfisins verði einfaldaðar m.a. með því að taka upp einn lífeyri til elli- og örorkulífeyrisþega í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksupphæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim tekjulægstu í núverandi kerfi. Nefndin leggur til að hækkanir á fjárhæðum bóta almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna. Útreikningar sýna að tillögurnar munu færa allflestum lífeyrisþegum mikla réttarbót.
  • Hækkun lífeyrisaldurs
    Lífeyrisaldur hækki í skrefum, frá 67 ára aldri til 70 ára. Miðað er við að tveir mánuðir bætist við lífeyristökualdurinn árlega á næstu tólf árum. Eftir það bætist við einn mánuður á ári í næstu tólf ár, þar til 70 ára viðmiðinu hefur verið náð eftir 24 ár frá gildistöku breytinganna.
  • Sveigjanleg starfslok og starfslokaaldur
    Heimilt verði að fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs. Einnig verði heimilt að flýta töku lífeyris en hún geti þó ekki hafist fyrr en við 65 ára aldur. Miðað er við að frestun lífeyris veiti rétt til varanlega hærri lífeyris frá almannatryggingum en ef lífeyristöku er flýtt lækki lífeyririnn.

Hits: 0