DEILT frá : Björgvin Guðmundsson

DEILT frá : Björgvin Guðmundsson
Aldraðir: “Eru þetta réttar upphæðir” !
Ég var að tala við blaðamann_ og segja honum hvað aldraðir og öryrkjar hefðu frá almannatryggingum til þess að lifa af,þ.e. þeir,sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Einhleypir hafa 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En þeir sem eru í hjónabandi,í sambúð eða búa með öðrum,jafnvel skyldmenni fá 185 þúsund á mánuði eftir skatt. Þegar blaðamaðurinn heyrði upphæðirnar sagði hann: Eru þetta réttar upphæðir? Hann trúði ekki sínum eigin eyrum. En þannig eru hinar köldu staðreyndir.
Þessi hópur aldraðra og öryrkja á að lifa af 185-207 þúsund krónum á mánuði í veferðarþjóðfélaginu Íslandi,þar sem ráðherrar segja nær daglega,að nógir peningar séu til og meira fjármagn hafi verið látið í velferð en nokkru sinni fyrr!Það eru alla vega nógir peningar til fyrir toppana í þjóðfélaginu,hvort sem þeir eru hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Æððstu embættismenn voru að fá hækkun í 1,6-1.7 milljón kr á mánuði og 32 milljónir í vasann! Ég er ekki hissa á því þó Styrmir Gunnarsson kalli þetta ógeðslegt þjóðfélag.
Hvað skyldu margir vita,að umræddir aldraðir og öryrkjar verði að lifa af 200 þús á mánuði? Ég hugsa,að þeir séu ekki margir.En ríkisstjórnin hreyfir ekki legg né lið til þess að laga þennan ósóma!

Björgvin Guðmundsson

 

Hits: 2

Aldraðir fá rukkun frá TR; forstöðumenn ríkisstofnana fá sendar háar ávísanr frá ríkinu!

Aldraðir fá rukkun frá TR; forstöðumenn ríkisstofnana fá sendar háar ávísanr frá ríkinu!

Margir eldri borgarar hafa haft samband við mig og sagt,að þeir hafi verið að fá háar rukkanir frá Tryggingastofnuna undanfarið.Það gerist á sama tíma og ríkið sendir forstöðumönnm ríkisstofnana og formönnum rikisnefnda háar peningaupphæðir sem uppbætur á laun 19 mánuði aftur í timann,tugi milljóna,allt upp í 32 millj.!

Tryggingastofnun rukkar eldri borgara og öryrkja og segir,að þeir hafi fengið ofgreitt og þess vegna verði þeir að borga til baka.Tekjuáætlun hafi reynst röng. Þeir hafi haft meiri tekjur en áætlað var.

Eldri borgari,sem hefur um 200 þúsund krónur á mánuði,eftir skatt til þess að lifa fyrir, á enga peninga eftir til þess að greiða Tryggingastofnun til baka.Það er því algert reiðarslag fyrir þessa eldri borgara að fá slíkar rukkanir frá Tryggingastofnun.Lífeyrir þessara eldri borgara er slík hungurlús, að hún er ekki til þess að klípa af.Slíkar rukkanir um endurgreiðslur tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum enda engar tekjutengingar þar.- Bjarni Benediktsson lofaði því hátíðlega í bréfi til eldri borgara fyrir síðustu kosningar að afnema allar tekjutengingar eldri borgara hjá TR. Ef hann hefði staðið við það væri ekki verið að senda eldri borgurum og öryrkjum rukkanir þessa dagana.Það bólar ekkert á þvi enn,að hann ætli að efna þetta loforð sitt. Hins vegar var hann með ný loforð í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í gær. Þar þóttist hann ætla að leysa öll mál og lofaði öllu fögru enda aftur að koma kosningar!En eldri borgarar taka ekki mark á loforðum manns,sem sveik kosningaloforðin,sem þeim voru gefin fyrir síðustu kosningar.

Þær gífurlegu launahækkanir,sem forstöðumenn ríkisstofnana,formenn ríkisnefnda og æðstu embættismenn ríkisins hafa verið að fá  undanfarið sýna í hnotskurn hvernig þetta þjóðfélag er Á sama tíma er sumum er haldið við hungurmörk. Styrmir Gunnarsson kallaði þetta ógeðslegt þjóðfélag.Mér þóttu þetta stór orð,þegar ég las þau fyrst.En ég held ég taki undir þau í dag.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Hits: 2

“Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris”,sagði Bjarni

Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris. Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða,sagði Bjarni Benediktsson í bréfi til kjósenda ( eldri borgara) fyrir alþingiskosningar 2013.Hann hefur ekki minnst á það mál síðan.Einnig sagði hann í sama bréfi: ” Við viljum að þeir,sem komnir eru á efri ár njóti afraksturs erfiðis síns.

Hvað þýðir afnám tekjutenginga? Það þýðir:

Að afnema skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna:

1) greiðslna úr lífeyrissjóði

2) vegna atvinnutekna

3) vegna fjármagnstekna.

 

Nefnd félagsmálaráðherra leggur til að dregið verði úr skerðingum vegna lífeyrissjóða og fjármagnstekna og að skerðingar vegna atvinnutekna verði auknar.Um þetta eru deilur. En leysa má þær deilur með einu pennastriki með því að efna loforð Bjarna um afnám tekjutenginga. Og það eru hæg heimatökin, þar eð Bjarni er fjármálaráðherra. Í stað þess að Eygló þurfi að reyna að draga fé út úr Bjarna í þetta mál getur hann boðið fram fjármuni um leið og hann efnir kosningaloforð sitt.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Bjarni verður að standa við þetta stóra kosningaloforð sitt strax í næsta mánuði. Geri hann það ekki verður hann að segja af sér og getur ekki boðið sig fram í oktober. Það er liðin tið,að stjórnmálamenn geti logið að kjósendum og komið til þeirra á ný eins og ekkert hafi í skorist. Það eru nýir tímar.

Björgvin Guðmundsson

Hits: 2